Litla Gula hænan og LÍÚ !

Það var nokkuð hjákátlegt að hlýða á framkvæmdastjóra LÍÚ, ræða um lestur Litlu Gulu hænunnar í Silfri Egils, þegar komið hafði fram gagnrýni af hálfu þingmanns Samfylkingar á viðhorf samtakanna til breytinga almennt á kerfi sjávarútvegs. Árni benti á að LÍÚ skorti auðmykt til að nálgast viðfangsefni endurskoðunar á fiskveiðistjórn, sem er hverju orði sannarra.

Það er ekki á hverjum degi sem framkvæmdastjóri LÍÚ er mættur í  margra manna sjónvarpsþátt slíkt heyrir til undantekninga, því gegnum tíðina hefur boðskapur LÍÚ verið borinn fram í viðtölum við framkvæmdastjóra einan alla jafna og því óvenjulegt að þurfa að svara gagnrýni í beinni útsendingu.

Grétar Mar Jónsson benti á það atriði að í 24 ár hefði verið bent á það óréttlæti sem viðgengist hefur í kvótakerfinu án viðbragða manna við slíku.

Að ósekju hefði mátt hafa ögn meiri tíma fyrir þessa umræðu miðað við umræðu sem var á undan í þættinum.

kv.gmaria.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Bendi þér vinsamlegast á Guðrún María, af því ég veit að þér er umhugað um smábátaeigendur,á viðtal í Morgunblaðinu í gær  við formann Landssamband smábátaeigend. Þar segir hann það sama og formaður L.Í.Ú.Ekki er annað vitað en sjómannasamtökin séu sama sinnis.Þau hafa ekki gefið annað út í viðtölum.Þetta ályt Mannréttindanefndarinnar hljóðar upp á það að Ríkið geti ekki svipt þann veiðirétti sem hefur haft atvinnu af veiðum,nema greiða skaðabætur.Þetta tryggir það að ríkið á erfiðara með að svipta núverandi handhafa veiðiréttarins þeim veiðirétti sem hann hefur.Er það í smræmi við þau lög sem íslendingar hafa gengist undir með aðild að Evrópuráðinu og Mannrétindadómstólnum í Strassburg.Þetta festir kvótakefið í sessi eins og gerðist hjá Nýsjálendingum

Sigurgeir Jónsson, 14.1.2008 kl. 20:15

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigurgeir Jónsson, margt hef ég nú vitað furðulegt um dagana en þessi túlkun á áliti Mannréttindanefndarinnar á vafalaust eftir að fara í sögubækurnar

Jóhann Elíasson, 15.1.2008 kl. 00:12

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Sigurgeir.

Kvótkaerfi sjávarútvegs er hægt að breyta með lögum frá Alþingi rétt eins og það var sett á með lögum frá Alþingi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.1.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband