Gróði örfárra á kostnað almennings, með misvitru offari stjórnvaldsaðgerða.

Mig undrar ekki sú niðurstaða sem hér er tilkomin, því mörg þúsund orð hafa fallið hér innanlands um nákvæmlega þau hin sömu atriði og hér koma fram af hálfu okkar Frjálslyndra að minnsta kosti.

Stjórnvöld hafa daufheyrst og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í fyrra kjörtímabili sem nú er sestur í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, kom sér nokkurn veginn alveg hjá því að hafa skoðun á málum fiskveiðistjórnunar.

Það fellur því ágætlega í hlut þeirra sem hafa alveg sleppt því að láta sig málið varða að þurfa að standa fyrir endurskoðun í þessu efni ásamt stefnumótunaraðilunum sem staðið hafa fyrir óréttlætinu við stjórnartaumana í langan tíma.

kv.gmaria.


mbl.is Útfærsla kvótakerfis gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Vel mælt gmaria, þetta snýst um persónufrelsi og rétt til að fá að bjarga sér og það sem er líka mjög mikilvægt - fólk í hinum ýmsu sjávarplássum hefur unnið sér inn afar langa veiðihefð og í rauninni atvinnu- og tilveruhefð. Síðan er það skipulega brotið niður af pólitísku vændisfólki sem núna er með allt niður um sig og enginn heilvita maður tekur mark á að neinu leyti enda hefur það svo sem hórast í að ljúga fram stríð á upplognum forsendum og pyndingar. Það er samkvæmt þess almenna vændiseðli. Með kveðju, Baldur F.

Baldur Fjölnisson, 11.1.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Baldur.

Já óréttlætið kemur í fangið á þeim er það iðka, allt tímaspurning og sá timi er kominn nú í þessu efni og þótt fyrr hefði verið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.1.2008 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband