Hneisa hins arfavitlausa kvótakerfis, tilkynnt stjórnvöldum frá alþjóðastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Þótt mér sé í hug að hrópa ferfalt húrra, þá er það einu sinni svo að maður hefur skammast sín fyrir að búa í landi þar sem slík og þvílík endaleysa sem stjórnkerfi fiskveiða er, hér við land, og hefur verið undanfarna áratugi. Það er aumt að þau skilaboð skuli virkilega þurfa að koma frá stofnun sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, um þau atriði sem  BRJÓTA og BROTIÐ hafa á íslenskri sjómannastétt í áraraðir.

Það hlaut að koma að því að slík skilaboð væru skýr og afdráttarlaus um mismunun þegna landsins að þessu leyti og sú sjálfsagða skylda er lögð á herðar ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem sitja við stjórnvölinn að taka til við endurskoðun skipulagsins.

Bregðist stjórnvöld ekki við strax jafngildir það vantrausti í garð borgaranna.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband