Loksins , loksins , eðlileg aðkoma að kjarasamningum.
Fimmtudagur, 10. janúar 2008
Nú veltur það á fulltrúum launþega verkalýðsfélögum hverju fyrir sig sem launþegar greiða iðgjöld til að semja um eðlileg kaup og kjör á vinnumarkaði fyrir þá hina sömu. Hvers vegna í ósköpunum ættu launþegar sjálfir annars sem skattgreiðendur þ.e. ríkið að koma að slikrí samningsgerð það hefi ég aldrei skilið og ætíð álitið sem hina mestu dellu og þvælu sem fundin var upp, einkum og sér í lagi eftir tilkomu markaðsþjóðfélags hér á landi þar sem lífeyrissjóðir verkalýðsins eru fjárfestar í fyrirtækjunum.
Þessi setning úr fréttinni sem ég set hér inn segir ef til vill nógu mikla sögu um hið stórvitlausa viðhorf sem viðgengist hefur að hluta til í áraraðir hér á landi, þar sem aldrei hefur tekist að stjórna verðbólgu í langan tíma né heldur að tryggja kaupmátt skammarlegra launataxta hinna lægst launuðu á íslenskum vinnumarkaði.
" Með myndarlegri aðkomu ríkisins hefði skapast svigrúm til að fara með hófsamari launakröfur á hendur atvinnurekendum með það að markmiði að halda verðbólgu niðri. Þessari leið hafa ríkisstjórn og atvinnurekendur hafnað með þeim afleiðingum að kostnaðarauki verður að líkindum mun meiri fyrir atvinnurekendur og lengra verður í að stöðugleiki náist í efnahagslífinu. Nú fer hvert landssamband og stærstu félög innan ASÍ hvert fyrir sig í viðræður við SA," segir á heimasíðu ASÍ."
Hér er ekkert um annað að ræða en að óskað er eftir því að skattgreiðendur niðurgreiði launahækkanir fyrirtækja og óskin er verkalýðshreyfingarinnar nota bene.
kv.gmaria.
Fundur Starfsgreinasambands og SA á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.