ERU fyrirhugaðar launahækkanir komnar nú þegar út í verðlagið ?

Það er ekki í fyrsta skiptið sem maður horfir á það atriði að vörur hafi hækkað áður en til eiginlegra launahækkana komi til handa launþegum í landinu. Það er afar skringileg aðferðafræði eftir mínum skilningi, og myndi heita að hlutum væri snúið á haus. 

Hvað gerðist fyrir ári síðan þegar fyrir dyrum var lækkun virðisaukaskatts á matvöru í mars ?

Jú þá hækkuðu aðföng um áramót og verðhækkanir tóku gildi áður en lækkun virðisaukaskatts kom til sögu og útkoman í verðlaginu var svona ósköp svipað verð og fyrir lækkun skattsins.

ER Neytendastofa vakandi í þessum efnum eða verðlagseftirlit allra handa hver svo sem kann að hafa það með höndum ?

Ég skora á alla sem vettlingi geta valdið að fara ofan í sauma á verðhækknum sem nú þegar eru komnar til framkvæmda ekki hvað síst á matvöru , þar sem skýringar á hækkunum þessum þurfa svo sannarlega að koma fram í dagsljósið.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það hefur allt verið að hækka undanfarið nema hlutabréf!!!

Hólmdís Hjartardóttir, 10.1.2008 kl. 00:58

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl vertu.

Já sannarlega hefur allt hækkað og það sem merkilegt er miðað við alla hina miklu umræðu um verðlag á haustmánuðum þá minnist engin á þær hinar sömu hækkanir nú.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.1.2008 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband