Miðstýring og skriffinskustjórnvaldstilstand á kostnað þjónustu í þágu almennings.

Enn þann dag í dag hefur litið þokast hvað varðar það atriði að minnka miðstýringu stjórnkerfisins og alls konar biðtími ákvarðana stjórnvalda er enn viðtekin venja sem menn sætta sig við. Þessi venja birtist síðan í framkvæmd mála sem er með sama móti þ.e. bið eftir þjónustu hins opinbera hér og þar.

EF launþegar risu upp og segðu halló , hingað og ekki lengra við bíðum með að borga skattana þangað til við fáum notið þeirrar þjónustu sem lög kveða á um að hið opinbera ætli sér að inna af hendi, þá hvað ?

Við getum spurt um þjónustu við heilbrigði og kostnað hennar á fjárlögum og lögin sem um hana gilda gagnvart sjúklingum.

Við getum spurt um hlutverk stjórnvalda þess efnis að aðstoða þegna landsins við að koma sér þaki yfir höfuðið, og fólk sem hvorki getur leigt eða keypt á markaði húsnæðis hér á landi.

Við getum spurt um atvinnufrelsi manna þegar kemur að stjórnkerfi fiskveiða hér við land, sem skila átti þjóðinni hagnaði en valdið hefur byggðaröskun og þjóðhagslegri verðmætasóun, með tilfærslu atvinnutækifæra til fyrirtækja í stað einstaklinga.

Við getum spurt um markað hér á landi og markaðsumhverfi og hvort slíkt miðaðist við þarfir fyrirtækja til gróða ellegar þarfir og möguleika einstaklinga til aðkomu sem hluti markaðar í landinu.

Það er nóg af reglugerðum og skriffinsku sem kostar heilan helling en árangur þess hins arna hvað varðar yfirstjórnunarbatterí væri ágætt á sjá á blaði.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband