Fagleg smölun samkvæmt flokksskírteinum, í stöðuveitingar hér og þar, gömul og ný saga.

Stjórnmálaflokkarnir sjá um sína, eða hvað ? Hefur það ekki alltaf verið þannig ? Mig minnir það nú nokkuð þótt ákveðnir flokkar hafi verið afkastameiri gegnum tíðina en aðrir.

Svona fjölskyldupólítík í fámennissamfélaginu litla Íslandi, kærleiksríkar aðgerðir til þess að launa mönnum tryggð gegnum tíð og tíma.

Mitt minni segir mér það að þar sé enginn munur á vinstri eða hægri mönnum í þessu sambandi enginn, og án efa má skoða hver verið hefur við völd á hverjum tíma með skoðun flokkskírteina manna í stjórnkerfinu, ef því væri að skipta.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er alveg rétt hjá þér ég held að það sé enginn munur á hægri eða vinstri í þessu en það sem mér þykir dapurlegast við þetta er hvað ráðherrarnir eru miklir klaufar við að "réttlæta" gjörðir sínar.

Jóhann Elíasson, 9.1.2008 kl. 00:29

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Jóhann nærtækasta dæmið var í kvöld þegar Össur varla vissi hvað hann átti að segja til viðbótar og var svo augljóst að það hálfa væri nóg.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.1.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband