Aðstandendur fíkla með geðræn vandamál, hópur fólks í fjötrum ?

Samhæfingar og úrræðaleysi einhvers konar málamyndakerfis í þessu landi er algjört þegar kemur að því að taka á verulegum vandamálum af völdum fíkniefnaneyslu svo sem geðrænum kvillum í ofanálag. 

 " Inn og út um gluggan , inn og út um gluggann, inn og út um gluggann, alltaf sama hring "  Viðkomandi aðili sem hefur komið sér upp sjúkdómi af völdum fíkniefnaneyslu á barnsaldri virðist lítt betur settur við að verða fullorðinn, hvað kerfið varðar.

Mismunandi mat þessa og hins sínýrra aðila sinkt og heilagt á ástandi viðkomandi hér og þar , endurtekið æ ofan æ, áorkar engri einustu samfellu í nokrrum einustu úrræðum. Viðvarandi fordómar gagnvart fíkn innan kerfis þessa,  sem þó er skilgreindur sjúkdómur sem neysla áfengis virðist all nokkuð vandamál á stundum við að fást eins skringilegt og það er.

Gjörsamlega ómögulegt virðist að læknisfræðilegt mat taki mið af tölulegum upplýsingum um vistun í fangaklefa í stað geðdeildar þar sem geðdeildir visuðu lögreglu á brott með viðkomandi einstaklinga, þótt fangaklefi sé ekki heilbrigðisúrræði heldur refsivist.

Mín þolinmæði er á þrotum og örugglega eru þar fleiri í sömu sporum og ég, gagnvart gjörsamlega óviðunandi úrræðum gagnvart samspili fíkniefnaneyslu og geðsjúkdóma, og tilætlun aðila innan kerfisins til þess að aðstandendur og lögregla leysi úr málum sjúklinga með vandamál af geðrænum toga skilgeind sem sjúkdóma innan kerfisins, sem og sjúkdóm fíknar.

Ein lögreglukona sagði við mig um daginn, þetta gengur ekki , að vista sjúkling í fangaklefa aftur og aftur og aftur, og ég sagði elsku vinkona , hef sannarlega vitað það nokkuð lengi en mín vitneskja þess efnis er enn ekki nægileg til úrbóta og venjan er sú að allt þarf að fara til andskotans áður en viðkomandi fær samfellda þjónustu, það er mín reynsla í langri göngu hingað til.

Svo eru menn alveg undrandi á því hve illa gengur að taka á fíkniefnavandanum , meðan fíklar ganga inn og út sem börn og svo fullorðnir jafnvel með geðsjúkdóma á bakinu í úrræði hvers konar, sem fyrirfinnast af hálfu þeirra sem hafa mikið að gera við að skilgreina vandamál öll og flokka í sundur, á kostnað viðfangsefna við að fást.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Guðrún.

Samhæfingar og úrræðaleysi, eru réttu orðin hjá þér.Ég skrifaði blogg,alls ekki fyrir löngu sem fjallar um aðgerðarleysi stjórnvalda.Öllu heldur GETULEYSI þeirra til að FRAMKVÆMA. Ef að þetta væri LAUNASPOSSLA til þeirra þá væru þeir margbúnir að FRAMKVÆMA,þekki ég þá rétt.

Og svo bæti ég við. MEÐFERÐ Á GEÐSJÚKUM  er einn af mörgum  SVÖRTUM BLETTUM þjóðar okkar VEGNA GEÐVEIKRA STJÓRNENDA, JÁ ÞEIRRA SEM EIGA AÐ KLÁRA ÞESSI MÁL.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 07:18

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er margt til í þessu Þórarinn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.1.2008 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband