Forgangsröðun heilbrigðisverkefna ?

Í fyrsta lagi GENGUR það ekki upp að sjúklingar  með hjartasjúkdóm ,í bráðri þörf fyrir aðgerðir séu settir á biðlista mánuðum saman.

Í öðru lagi GENGUR það ekki að sjúklngar með geðsjúkdóma, í endurteknum bráðainnlögnum, séu settir á biðlista mánuðum saman í framhaldsúrræði.

Í þriðja lagi GENGUR það ekki að sjúklingar með brjósklos, sem geta sig ekki hreyft á verkjalyfjum megi þurfa að bíða á biðlistum, eftir aðgerð mánuðum saman.

Í fjórða lagi GENGUR það ekki að hluti sjúkrarúma hátæknisjúkrahúsa séu nýtt sem öldrunarheimili vegna vandkvæða við uppbyggingu þeirra.

Í fimmta og síðasta lagi þessu sinni , GENGUR það ekki að flýtimeðferðir við útskrift sjúklinga af bráðasjúkrahúsum á flest öllum sviðum þýði auknar endurinnlagnir fyrir vikið.

Hér þarf að staldra við.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

í Sjöttalagi þá GENGUR það ekki að MS-sjúklingar fái ekki notið bestu mögulegu lyfja, þó þau séu til í landinu...

og ábyggilega hellingur annað sem ekki gengur...  

Signý, 6.1.2008 kl. 02:18

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já takk fyrir þá ábendingu Signý , tek heilshugar undir það.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.1.2008 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband