Eyðibyggðapólítík stefnu til sjávar og sveita.

Það kom fram í frétt í sjónvarpinu í kvöld að mótvægisaðgerðapakkinn er víðtækari en hvað sjávarútveg varðar og fækkun starfa í landbúnaði virðist einnig njóta þess hins sama samkvæmt því sem þar kom fram í viðtali við sveitarstjóra Borgarbyggðar.

ER ekki verið að sópa vanda undir teppið eða hvað ?

Í stað þess að einstaklingar fái að spreyta sig og standa og falla með eigin athafnasemi innan frelsis í atvinnugreinum er ríkið að koma eftir á með eins konar plástur á sárin, þegar athafnasemi innan kerfa þessara hefur verið færð í fjötra , kvaða og hafta hvers konar, fremur fámennum hópi til hagsbóta.

Hvilík þróun !!!

Einhliða áhorf á stærðarhagkvæmni í sjávarútvegi og landbúnaði er gengið sér til húðar og var það fyrir þó nokkrum tíma síðan.

Kerfi kvótasetningar á fiskistofna hefur ekki skilað tilætluðum árangri og landbúnaðurinn er á góðri leið með að sitja pikkfastur í einhliða verksmiðjubúskap.

Hómópatalækningar á handónýt kerfi er ekki það sem dugar til framtíðar með því að henda milljónum hér og þar til málamynda, ég endurtek til málamynda.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl GMaría og gleðilegt nýtt ár. Það er vissulega sorglegt að hugsa um byggðaþróun síðustu ára og verst að það virðist ekki vera mikill hugur í mönnum að bæta þar um. Verst er ástandið í sjávarplássunum hringinn í kringum landið. Meira að segja farið að kvarta á Akureyri og Dalvík sem hafa þó lengi vel búið við blómstrandi útgerð. Bestu kveðjur til þín og þinna Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 5.1.2008 kl. 08:36

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta geta þeir sagt eru á ríkisjötunni.

Sigurgeir Jónsson, 5.1.2008 kl. 22:39

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta geta þeir sagt sem lifa áþví að vinna hjá ríkinu.Þeir treysta sér ekki til að fara í einkaframtak sjálfir.Af hverju fóru þið ekki í útgerð eða búskap áður en kvótakerfi kom til.Þíð kastið grjóti úr glerhúsi.Vonandi tekst að breyta stefnu Frjálslyndflokksins áður en þið gangið af honum dauðum.

Sigurgeir Jónsson, 5.1.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðilegt nýtt ár Kolla með kærri þökk fyrir það liðna.

Gleðilegt ár Sigurgeir. Svo vill til að það þarf ekki grjótkast til að horfast í augu við annmarka kvótakerfanna beggja.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.1.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband