Lýðræðið og það að una lýðræðinu framþróunar.

Það hefur verið nokkuð skondið að fylgjast með umræðu hér og þar um lýðræðið undanfarið varðandi þá ákvörðun forseta okkar núverandi Ólafs Ragnars Grímssonar að gefa kost á sér eitt kjörtímabil í viðbót. Það atriði að hann fái mótframboð er einungis stórfínt því ALDREI skyldum við reyna að finna ástæður til þess að menn geti ekki eða eigi ekki að bjóða fram ef þeir hinir sömu svo kjósa og finna til þess lögmætar forsendur til þess arna alveg burtséð frá því hver þar á í hlut.

Ástþór Magnússon hefur boðið sig fram áður undir formerkjum friðarboðskapar og því ekkert nýtt að hann muni gera það aftur en menn þurfa náttúrulega að blaðra um hann líkt og blöðin gerðu á sínum tíma nokkurn veginn þar til hann leigði sér körfubíl og myndaði Dv menn inn um glugga að mig minnir , en þá linnti að virtist nokkuð látum í hans garð að hluta til.

Ástþór var hins vegar fyrstur hér á landi að vekja athygli á yfirlýsingum Davíðs og Halldórs í Brussel um þáttöku Íslendinga í Íraksstríðinu en það tók nokkuð langan tíma þá fyrir stjórnmálaflokkana að vakna um hið sama atriði , því miður .

Fyrsta formlega þáttaka mín í stjórnmálatilstandi var heimsókn á fund hjá Ástþóri Magnússyni á sínum tíma þar sem samankomnir voru menn úr ýmsum áttum með það markmið að stofna stjórnmálaflokk til framboðs í þingkosningum þá framundan einkum og sér í lagi með það markmið í farteskinu að brjóta á bak aftur óréttlæti kvótakerfisins og ýmislegt fleira.

Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar í heil tíu ár og mörg þróun ýmis konar átt sér stað  eins og gengur og gerist í samskiptum manna á milli.

Ástþór Magnússon er ágætisdrengur það sem ég þekki hann en sjálfsagt annmörkum háður eins og aðrir menn á meðal vor.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Bara vill benda á blogg mitt í gær um framboð Ólafs þ.s ég vitna m.a í
forystugrein MBL en hvort tveggja er mjög samhljóma þínum viðhorfum í þessu efni um að kosið verði um forsetann..

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 4.1.2008 kl. 01:56

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já takk fyrir það Guðmundur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 4.1.2008 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband