Verkum við sjósókn þarf að skipta millum einstaklinga í landinu ekki stórfyrirtækja...

Frelsi einstaklinga í landinu til að stunda þá atvinnu sem þeir hinir sömu kjósa er bundið í stjórnarskrá landsins en lögin um fiskveiðistjórn og útdeiling aflaheimilda til örfárra aðila í sjávarútvegi sem síðan gátu verslað, selt og leigt frá sér þær hinar sömu heimildir eru skandall síðustu aldar og mistök sem enginn sem að því stóð þorir enn að viðurkenna.

SÁ TÍMI MUN HINS VEGAR KOMA FYRR EN SÍÐAR, að menn verða að gjöra svo vel hvort sem þeim hinum sömu likar betur eða ver, að viðurkenna að hér hafi mistök átt sér stað í stjórnvaldsaðgerðum og skipulagi.

kv.gmaria.


mbl.is Uppsagnir á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Sæl Gunna

Þetta er hörmungarástand hjá blessuðu fólkinu, það er ekki hægt að búa þar sem ekki er atvinna.  Þá er heldur ekki hægt að selja húsnæðin sína á sanngjörnu verði. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 3.1.2008 kl. 02:41

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þetta er til háborinnar skammar Ester af viti bornum mönnum við stjórnvöl landsins , að útbúa ekki skipulag fiskveiðikerfis sem alllir eru jafnsettir að atvinnuþáttöku við eina atvinnugrein.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.1.2008 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband