Norðmenn stíga mörg skref til framþróunar með fyrirbyggjandi aðgerðum á geðsviði.

Norðmenn hafa stigði það skref að hafa ókeypis aðgang í viðtöl við klíninska sálfræðinga og geðlækna í sinni heilbrigðisþjónustu og segja það skipta sköpum hvað varðar það atriði að koma fólki til hjálpar og forða innlögnum á stofnanir og koma fólki út í atvinnulífið á ný , með laun í stað bótagreiðslna að hluta til.

Ég tek ofan hattinn fyrir nágrönnum okkar og tel þarna vera á ferð eitt það vitrænasta sem maður hefur heyrt af um þessar mundir.

Ég skora á núverandi ráðherra heilbrigðismála að skoða hvort ekki sé hægt að taka upp viðlíka aðferð hér á landi en fjölgun öryrkja hefur verið mikil , og hluta vandamála er hægt að rekja til afleiðinga fíkniefnaneyslu að ég tel.

Slík viðtöl og aðgengi í einhver ég endurtek einhver úrræði hér á landi geta áorkað miklu , allt spurning um þjónusustigið.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband