Tafir á læknismeðferð, nú bótaskyldar samkvæmt dómstólameðferð.

Væntanlega verður þessum dómi áfrýjað til Hæstaréttar, af hálfu ríkisins en ég sé ekki í fljótu bragði annað en sá hinn sami muni viðurkenna bótaskyldu miðað við þennan dóm, þótt vissulega sé það ekki sjálfgefið.

Það er hins vegar svo að tafir á læknismeðferð hvort sem þar er um að ræða læknisfræðilegt mat ellegar skort á þjónustu og biðlistatilstandinu sem til staðar er í voru kerfi orsakar enn frekari vandamál oft og iðulega eins sorglegt og það nú er.

Það á við hvoru tveggja um líkamlega og andlega sjúkdóma, meðan kerfið er þess ekki umkomið að anna eftirspurn eftir þjónustu þótt stórir fjármunir séu inntir af hendi af skattgreiðendum í landinu til þess arna, þá fer sem fer og vandamál verða erfiðari og enn kostnaðarsamari.

" Spara aurinn en kasta krónunni "

kv.gmaria. 


mbl.is Fær bætur vegna tafa á læknismeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband