Málefni barna og barnavernd á Íslandi.

Umfjöllun Kastljóss kvöldsins og viðtal við stúlku sem vistuð hafði verið á vegum barnaverndaryfirvalda á Unglingaheimili, vegna rannsóknar , og vann mál sem hún sótti gegn yfirvöldum vegna málsmeðferðar, var fróðlegt fyrir margra hluta sakir, ekki hvað síst hve stutt er síðan þetta gerðist hér á landi.

Fyrrverandi Umboðsmaður barna tjáði sig um það atriði að eftirlitshlutverk stofnana með sjálfu sér væri ekki sem skyldi.

Ég hygg að hér sé á ferð þörf umræða, afar þörf því endurskoðunarleysi kerfa mannsins hverju nafni sem þau nefnast er ekki af hinu góða.

Þessi stúlka er hugrökk og dugleg að koma fram fyrir alþjóð og segja frá, hafi hún þakkir fyrir.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Brynja.

Já miðað við það sem maður veit og þekkir kemur þetta afar spánskt fyrir sjónir vægast sagt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.1.2008 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband