Einmitt, meðalverð eigna 27 milljónir, á síðasta ári.

Þegar Íslendingar komu úr torfkofunum varð steinsteypa verðmæti gulls eins og sjá má af þessu meðaltali sem hér er á ferð, í uppsprengdu verði á húsnæði á íslenskum markaði.

Það gefur augaleið að Jón Jónsson nýkominn á vinnumarkaði með eitt hundrað þúsund krónur, útborgaðar í laun eftir skattgreiðslur á erfitt við að safna sér eiginfjárstöðu til húsnæðiskaupa hér á landi, eða hvað ?

kv.gmaria.


mbl.is Metvelta á fasteignamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tek aftur undir með þér. Allir kjarasamningar eru ónýtir í þessu landi.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.1.2008 kl. 03:16

2 Smámynd: Halla Rut

Þetta er samt komið í sjálfheldu. Ef Jón Jónsson á litla íbúð þá er hún væntanlega veðsett uppí topp þar sem verðtrygging er búin að éta það litla sem hann átti upphaflega upp til agna, svo ef íbúðarverð lækkar þá er hann algerlega búin fjárhagslega og fastur í sinni íbúð. Ekkert svigrúm til að t.d. stækka.

Halla Rut , 2.1.2008 kl. 10:51

3 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Meðan torfkofarnir voru upp á sitt besta voru einnig til hjáleigur. Það virðist stefna í sama horfið aftur.

Gunnar Skúli Ármannsson, 2.1.2008 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband