Þá er að hreinsa upp ruslið eftir skotgleðina.

Mér rennur nú til rifja líkt og oft áður leti manna til þess að hreinsa upp rusl og drasl sem fylgir skotgleði manna á gamlárskvöld þar sem pappadrasl er skilið eftir út um allt dögum saman, í stað þess að týna það samviskusamlega í poka og koma í ruslagáma.

Ég veit ekki hvort þarf að fara að mynda menn við að skjóta upp rakettum til að rekja ábyrgð í þessu efni en ...... það er álitamál en ég hvet alla sem skotið hafa upp flugeldum að taka til eftir sig og það strax.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Tek undir með þér. Borgin er svo sóðaleg. Tökum til í okkar næsta nágrenni.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.1.2008 kl. 03:00

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Hólmdís.

Já það er með ólíkindum hve illa menn ganga um í þessu efni og það þarf ekki að vera svona því það er hvoru tveggja einfalt og auðvelt að ganga út og hreinsa upp eftir sig , daginn eftir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.1.2008 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband