Rafmagnsleysi geysilegt viðbrigði í nútímanum.

Í mínum uppvexti austur undir Eyjafjöllum hvessti alla jafna á vetrum og viðtekin venja að rafmagn datt út við hið sama. Sökum þess var til gaseldavél á bænum sem tengd var við gaskút stórfín eldavél á þess tíma mælikvarða, meira að segja með bakarofni.

Rafmagnsleysinu fylgdi hins vegar ætíð einhver andaktug ró, eftir á að hyggja. Fjölskyldan var öll samankomin við kertaljósið og lítið annað að gera en að tala saman og íhuga tíma og stað.

Eigi að síður fannst manni það oft sérkennilegt eftir að helstu raforkuvirkjanir höfðu þá nýlega risið á hálendi Suðurlands að rafmagnsleysi á vetrum væri raunin en sú var staðan á öllum bæjum utan einum sem hafði virkjað bæjarlækinn til raforkuframleiðslu á sínum tíma.

kv.gmaria.


mbl.is Rafmagn komið á að nýju á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Já Gunna mín, ég man eftir þessum tímum, og þegar skólanum var aflýst vegna veðurs, það var mjög gaman.  Það var svo hvasst undir fjöllunum að maður hefur ekki upplifað rok síðan ég flutti til Reykjavíkur.  Ég man þá tíð að þurfa að skríða úr fjósinu, pabbi hafði strengt kaðal frá fjósinu og í girðinguna sem var eftir gamla heimdraganum.  Þannig komst maður heim.  Haldandi í bandið og skríða eftir snjónum.

Gleðilegt ár elsku Gunna mín, saknaði þess að þú gafst þér ekki tíma að kíkja hérna til okkar.

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.1.2008 kl. 00:24

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðilegt ár elsku frænka, og takk fyrir gömlu árin. Já það var nú ýmis barningurinn í þá daga.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.1.2008 kl. 00:44

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það var líka svo sérstakt og skemmtilegt að koma í afmæli  til Jóns Ingvars á jóladaginn

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.1.2008 kl. 00:49

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það var svona örðuvísi afmæli.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.1.2008 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband