Stjórnarandstaða Samfylkingar áður en hún settist í ríkisstjórn.

Var Samfylkingin að vinna sig inn í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn með skoðanaleysi í umdeildum málum í þjóðfélaginu kjörtímabilið áður ?

Nægir þar að nefna kvótakerfi sjávarútvegs en nær algjört skoðanaleysi ríkti af hálfu þess flokks um það mál þótt málið sjálft hefði með að gera þjóðfélag í heild.

Persónuupphrópanir og eins konar fýlubombupólitik er það  sem mér fannst einkenna gagnrýni þess flokks kjörtímabilið fyrir þáttöku í ríkisstjórn, þar sem DAVÍÐ var það eina sýnilega sem og BJÖRN, halelúja amen . Án gagnrýni á málefnin sjálf svo ekki sé minnst á úrlausnir í farteskinu.

Ungir jafnaðarmenn eru arfavitlausir yfir ráðningu sonar DAVÍÐS nú um stundir , sem pólítískri spillingu en sá hinn sami er þó horfinn þ.e. Davíð , af stjórnmálasviðinu í Seðlabankann.

Lukkutröll Samfylkingar háttvirtur iðnaðaráðherra bloggar undir rós og reynir að gagnrýna og taka undir til skiptis eins og honum er einum lagið til að samjafna fyrrum ómálefnalega stjórnarandstöðu flokksins og þáttöku í ríkisstjórn.

Stórfyndið vægast sagt.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband