Baráttan fyrir byggðunum, snýst um atvinnu.
Laugardagur, 29. desember 2007
Núverandi kerfi atvinnuvega í sjávarútvegi og landbúnaði eru bæði meingölluð kerfi hvað varðar það atriði að kerfisskipulagið sjálft nær útrýmir nýlíðun hvers konar, likt og menn óski eftir því a gera Ísland að borgríki í Reykjavík.
Sama stefna stjórnvalda í landinu undir stjórn Sjálfstæðisflokksins , Framsóknarflokks áður og nú Samfylkingar hefur verið við lýði í áratugi án umbreytinga sem heitið getur þar sem endurskoðunarleysi og stöðnun ríkir með tilliti til framtíðar.
Kvótakerfið núverandi þýddi fyrirfram sjáanlega svo og svo mikla fækkun starfa í sjávarútvegi þar sem örfáir handhafar fiskveiðiheimilda sátu einir að gróða þeim sem upp úr sjó mætti sækja hér á landi.
Ósköp álíka aðferðafræði var við lýði við festingu mjólkurkvóta á bú, þar sem allt var einnig miðað við nógu stórar einingar án áhorfs á færri smærri samhliða sem hluta af því að byggja landið til framtíðar og nota og nýta með mannauði að störfum í sveitum lands.
Ákvarðanir á sínum tíma þess efnis að borga bændum til að hætta var hámark heimskunnar í samstarfi við Bændasamtökin að sjálfsögðu þar sem fulltrúar stærstu framleiðsluaðia hafa tögl og hagldir líkt og í útgerðarsysteminu í krafti stærðar sinnar fjárhagslega.
Timi er til kominn að menn taki til við að endurskoða þessi kerfi með tilliti til byggðar i landinu og eðlilegum möguleikum á skiptingu atvinnutækifæra millum landsmanna í fyrrum aðalatvinnugreinum þjóðarinnar.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.