Hvað þarf að gera í heilbrigðismálum þjóðarinnar ?

Grunnþjónusta við heilbrigði, öðru nafni heilsugæsla þarf að vera aðgengileg fyrir almenning í landinu án kostnaðarþáttöku, að verulegu leyti, þ.e. tími hjá lækni skyldi ekki kosta neitt , öðru máli gegnir um rannsóknir.

Slík þjónusta á EKKI að þurfa að vera bið á bið ofan og óviðunandi að fólk þurfi að leita á aukavaktir´síðari hluta dags til að greiða hærra gjald í þjónustu sem þessa, vegna þess að ekki eru nógu margir læknar að störfum ellegar fólk kemst ekki úr vinnu. 

Bráðasjúkrahús þurfa hvoru tveggja að hafa nægilegt fjármagn til að sinna verkefnum sem og aðbúnað allan í lagi, þar með talið húsakost og tækjabúnað ásamt nægilegum mannafla að störfum á grundvelli faglegra skilgreininga þar að lútandi.

Sérfræðilækningar utan heilsugæslu og bráðasjúkrahúsa eru verkefni sem hið opinbera ætti að bjóða út á hverju ári í stað þess aldagamla skipulags sem enn er við lýði, og þýðir litið eftirlit með skattfé hins opinbera eins og dæmi sanna.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband