Baráttan fyrir breytingum á skattkerfinu, snýst um almenna velferð ellegar aukna misskiptingu.
Fimmtudagur, 27. desember 2007
Það á að " gjalda keisaranum það sem keisarans er " en HVAÐ er keisarans ? Það atriði að hér á landi skulu skattaka hefjast af slíkri láglaunaupphæð að ekki dugir áður til framfærslu er hneisa og skömm sitjandi stjórnvalda , nú sem áður.
Frysting skattleysismarka á sínum tíma var álíka aðgerð út úr kú og lögleiðing framsals aflaheimilda millum útgerðarmanna.
Að mínu viti hélst þetta tvennt því miður í hendur því hinn nýstofnaði hlutabréfamarkaður sem útgerðarfyrirtæki skráðu sig á í fyrstu, var eftir að lífeyrissjóðir landsmanna höfðu þá fjárfest í fyrirtækjunum á þeim hinum mikla markaðsdansleik sem þar upphófst.
Bókhaldslagaumhverfið og reglur gerðu það að verkum að útgerðarfyritækin gátu keypt upp tap í hrönnum og verið skattlaus að mig minnir áratug að kom fram einhvern tímannn í Morgunblaðinu.
Hver átti að standa undir velferðarþjóðfélaginu nema litli maðurinn líkt og fyrri daginn og góð ráð dýr og skattleysismörk fryst því miður með vitund verkalýðshreyfingar þá undir formerkjum samkrulls og sáttar allra handa, án aðkomu launþegans sem einnig hafði innt af hendi greiðslur í lifeyrissjóðina en kemur hvergi í nærumhverfi ákvarðanatöku fjárfestinga þar á bæ.
Allir landsmenn voru þáttakendur í því að borga ofurskatta ásamt fjárfestingum í útgerð gegnum sjóði lífeyris en sjóðir þessir hurfu hins vegar frá sem fjárfestar og útgerðarfyrirtækin hurfu einnig af markaði.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sælar Guðrún.
Þessi Pistill þinn eru orð í tíma töluð.
Ég hefði viljað sjá þig "ÞRUMA ÞESSI ORÐ YFIR ÞINGHEIM" Í SKYLDUMÆTINGU Á ÞINGI.
Og í framhaldi af því, að snúa þessa gjörninga úr gildi. Gangi þér vel að matreiða þessa menn sem GETA EN VILJA EKKI LAGFÆRINGU FYIR ÞÁ SEM MINNA MEGA SÍN.
Hafðu þökk fyrir, og megi þér og þínum ,ganga allt sem best á nýju ári.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 04:58
Mér finnst titillinn góður og er sammála honum. Við hvaða mörk eigum við að fara að gjalda Keisaranum? Persónulega sé ég engan tilgang í því fyrr en eftir 250.000 kr markið. Í góðri bók stendur að þeir sem eiga tvennt af einhverju eigi að skipta því til þeirra sem eiga minna. Eru 250.000 kr til skiptanna?
Gunnar Skúli Ármannsson, 28.12.2007 kl. 01:51
Sælir.
Takk fyrir það Þórarinn.
Já Gunnar Skúli , það er víst álitamál hver upphæð er en eigi að síður ljóst að þar er það skatthlutfallið og heildarskattaka sem gjörsamlega er út úr kú , hér á landi.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 28.12.2007 kl. 02:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.