Baráttan fyrir breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu, snýst um atvinnu á landsbyggðinni og þjóðarhagsmuni í heild.

Það ER hagur landsmanna allra að byggja landið allt, það sér hver borgarbúi sem ekki kemst milli borgarhluta vegna þess að ekki hefur tekist að byggja samgöngur á höfuðborgarsvæði í samræmi við fólksfjölda á svæðinu.

Núverandi stjórnkerfii fiskveiða er meingallað kerfi og varð að hreinni þjóðfélagssóun við lögleiðingu framsals millum útgerðarmanna.

Það var fyrirfram vitað mál en menn hlustuðu ekki og hafa barið hausnum við steinninn og gera enn alveg sama þótt meintir jafnaðarmenn hafi komið til ríkisstjórnarsamstarfs.

Kerfið sjálft, rannsóknir, aðferðafræðin, eftirlitsapparat og reglugerðaflóð, skipastólll og skipulag í heild þarfnast eins stykkis " operation " á íslensku uppskurðar.

sem fyrst.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eins og talað úr mínu hjarta

Sigurður Þórðarson, 27.12.2007 kl. 02:01

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta verður varla orðað betur. Kerfið sjálft, rannsóknir, aðferðafræðin, eftirlitsapparat og reglugerðaflóð, skipastóll og skipulag í heild þarfnast eins stykkis " operation " á íslensku uppskurðar. En sjálfsagt halda menn áfram að berja hausnum við stein þangað til hann verður handónýtur og kvótakerfið endanlega gjaldþrota með ófyrirséðum hörmungum.

Kv Halli. 

Hallgrímur Guðmundsson, 27.12.2007 kl. 02:26

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Halli.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.12.2007 kl. 02:38

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sammála þessu . kv.

Georg Eiður Arnarson, 27.12.2007 kl. 10:43

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sammála Guðrún. Fikskveðistjórnunarkerfið er löngu gengið sér til húðar og þarf allsherjar uppstokkun og það starx! Góð greining hjá
þér Guðrún og yfirsýn.    

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.12.2007 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband