Kvenréttindabarátta snýst um mannsæmandi laun kvenna á vinnumarkaði.

Það er með ólíkindum hve illa hefur gengið að þoka til þeim annars sjálfsögðu réttindum kvenna á vinnumarkaði að störf þeirra hinna sömu séu virt að raunvirði í einu þjóðfélagi.

Alls konar blaður um kvenkyns jólasveina kemur ekki til með að breyta nokkrum sköpuðum hlut í þessu sambandi, heldur samningar um kaup og kjör þar að lútandi.

Sama máli tel ég reyndar gegna um kynjarannsóknir og umræðufundi , ráðstefnur og alls konar blaður hér og þar sem engu skilar konum í reynd hvað varðar laun á vinnumarkaði að raunvirði.

Konur munu aldrei inna af hendi öll þau störf sem karlar sinna, né heldur munu karlar ekki sinna öllum þeim störfum sem konur nú inna af hendi.

Það er gagnkvæm virðing sem þarf að koma til , virðing sem birtist í verðmati á störfum almennt hvað varðar þjóðfélgslegt gildi þeirra hinna sömu og nauðsyn til lengri tíma litið og frá kynslóð til kynslóðar.

Rifrildi og deilur millum kynja um hlutverk og ímyndir opinberlega er eitthvað sem engu skilar í raun en samvinna gæti hins vegar gert það.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Runólfur.

Þvi miður, þegar svo er komið að einn stjórnmálaflokkur tekur upp á arma sína einhvers konar öfgasjónarmið til þess að gera út á , þá er amen á eftir efninu eins og sést hefur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.12.2007 kl. 01:35

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þú ert manneskja og talsmaður sem ég vildi hafa á þingi.

Sigurður Þórðarson, 27.12.2007 kl. 02:03

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Sigurður minn og innilega Gleðileg jól til þín og þinna.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.12.2007 kl. 02:15

4 Smámynd: Eggert Karlsson

Ég er yfirleitt ekki hrifinn af flokkum þar sem forustuliðið er með misvísandi skoðanir á mörgum málum og eru byggðir upp af samansafni pólitískra umrenninga sitt úr hverri áttinni eins og Frjálslindi flokkurinn Ef þessi skrif þín er stefna flokksins og hvort sem er er ég í megin atriðum  sammála þeim og held að gagnkvæm virðing kynjanna verði besta lausnin til jafnréttis þegar upp er staðið          Ég óska þér og þínum gleðilegra jóla og nýs árs

Eggert Karlsson, 27.12.2007 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband