Vitund um siðgæði í einu samfélagi, frelsi eða frumskógarlögmál !
Fimmtudagur, 20. desember 2007
Innan marka frelsisins fá menn notið þess, frelsi er ekkert frelsi ef þess finnast ekki mörk. Þau hin sömu mörk þurfa að vera skýr í einu samfélagi og virka saman i gangverki eins þjóðfélags.
Það er ekki nóg að setja lög á lög ofan á hinu háa Alþingi svo ekki sé minnst á reglugerðir því til viðbótar ef reglugerðasmíðin og lagabreytingar orsaka stórkostlegan kostnað framkvæmdavaldsins í sífellu við slíkt, þannig að menn henda vart reiður á hvaða lög eða reglur gilda.
Svo mikið magn reglugerðaflóðs er nú þegar í gildi að það væri að æra óstöðugan að ætla að hið opinbera sjálft muni ná því að hafa yfirsýn yfir framkvæmdina í heild að ég tel.
Með öðrum orðum yfirsýn stórnmálamanna á hinu háa Alþingi gagnvart framkvæmdavaldinu og eftirlitsstofnunum hins opinbera er of lítil í raun enda eftirlitsstofnanir yfirleitt illa í stakk búnar til þess að inna af hendi nauðsynlegt eftirlitshlutverk i nútíma samfélagi.
Samkeppnisstofnun , Fjármálaeftirlit,, Fiskistofa,, Barnaverndarstofa, Lyfjastofnun, Umboðsmaður neytenda, og áfram mætti telja misvirkar stofnanir í eftirlitshlutverki á vegum hins opinbera, sem skattgreiðendur greiða fyrir með sköttum en fá sjaldan að sjá yfirlit yfir hver árangur er af störfum árangurslega séð , þrátt fyrir útlagðan kostnað ár hvert.
Skatthlutfall á þegna landsins er hátt í formi alls konar gjaldtöku af því að lifa í einu þjóðfélagi og tími til kominn að menn fari að forgangsraða verkefnum með það að markmiði að minnka umsvif hins opinbera kostnaðarlega að þvi undanskildu að verja fé til grunnþjónustuverkefna á sviði heilbrigðis og mennta og samgangna sem skyldi svo hin lagalega skylda hins opinbera gagnvart grunnþjónustuþættinum sé í lagi.
Eftir höfðinu dansa limirnir.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:41 | Facebook
Athugasemdir
Það hefur verið mikil aukning í kostnaði og umsvifum ríkisbáknsins, eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu, og minnir mann óneytanlega á púkann á fjósbitanum forðum.
Ester Sveinbjarnardóttir, 21.12.2007 kl. 00:07
Já það er ekki furða að enginn finni glufu fyrir skattalækkunum.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 21.12.2007 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.