Samkvæmt lögum BER að gefa stefnuljós í umferðinni.

Ég legg til að menn verði sektaðir ef þeir gefa ekki stefnuljós til dæmis út úr hringtorgum.

 Það er gjörsamlega óþolandi fyrirbæri að aka um stræti og torg þar sem allir eiga að hafa tekið ökupróf með vitnesku þar að lútandi að nota stefnuljós bifreiða með ákveðnum hætti, en ljós þessi eru sannprófuð  í lagi á bifreiðum við ástandsskoðun ökutækja lögum samkvæmt.

Ég tel að hærri sektir skyldu liggja við þvi athæfi að gleyma að gefa stefnuljós í umferð heldur en því að kasta af sér vatni á almannafæri þótt sjálfsagt sé að taka á því síðarnefnda.

Þeir sem ekki nota stefnuljós búa við atferlisvanhæfni í siðaðra manna samfélagi.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband