Hvers vegna vantar Umboðsmann sjúklinga á Íslandi ?
Miðvikudagur, 19. desember 2007
Íslenska heilbrigðiskerfið hefur ekki lotið nauðsynlegri endurskoðun sem skyldi í takt við þróun., og heildarsýn millum grunnþjónustu annars vegar og sérfræðiþjónustu hins vegar sem og þjónustu bráðasjúkrahúsa.
Fyrst og síðast er það rekstraraðilinn, ríkið sem í raun er með of mikið á sinni könnu, í þessum efnum, þannig að enginn einn er með rekstrarlega heildaryfirsýn yfir sviðið sem hefur aftur þær birtingamyndir að skortur á fjármunum hamlar ef til vill bráðnauðsynlegri þjónustu meðan fjármunir eru settir í þjónustu sem skera mætti niður.
Hlutastörf fagaðila í heilbrigðisþjónustu kemur niður á heildarstarfssemi því ríkið tímir ekki að launa fólk sem skyldi til verka í fullri vinnu að virðist, og þjónusta við sjúklinga þrátt fyrir góðan vilja allra hlutaðeigandi verður lakari fyrir vikið.
Mjög álika endalausum starfsmannaskiptum og skorti í leikskólaþjónustu, þar sem verkefni við að fást s,s uppeldi barna er ekki verðmetið sem skyldi, fremur en hjúkrun og aðhlynning sjúkra.
Samhæfingu fólks að störfum skortir og skilvirkni minnkar því hægri höndin tekur ekki saman við þá vinstri þegar einn er að koma og annar að fara í sífellu.
Skilaboð á skilaboð ofan, bið og jafnvel misvísandi skilaboð er það sem fólk má upplifa, einn segir þetta og annar allt annað sá þriðji veiti ekki neitt og má ekki segja neitt.
Hlutfall vergra þjóðarútgjalda til heilbrigðismála af hálfu hins opinbera ætti EKKI að þurfa að þýða biðlista sjúklinga í þjónustu með réttu skipulagi og innbyrðis skiptingu fjármagns millum verkefna með faglegri forgangsröðun mála.
Hin faglega forgangsröðun þarf að byggja á því að inna af hendi lögboðna þjónustu við landsmenn sem skattgreiðiendur sem lenda í hlutverki sjúklinga hafa talið sig greiða fyrir gegnum árin hér á landi.
Með lögum skal land byggja.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.