Samfylking Sjálfstæðismanna, sjónarmiðamiðjumoð til að hanga í valdataumum.

Mér varð síðast hugsað til þess nú í kvöld þegar ég horfði á bláar skreytiingar á jólatrjám hér í Hafnarfirði um allt, hve táknræn mynd hér væri á ferð varðandi núverandi ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, þar sem sá fyrrnefndi var að þrotum kominn við að komast í valdasetu og hinn síðari að virtist tilbúin til að gera flest til að tryggja áframhaldandi setu við valdatauma.

Stjórnarsáttmáli afar loðinn líkt og venja er orðin var birtur en blekið var ekki þornað þegar menn hófu að tala út og suður hver um annan þveran einkum þó ráðherrar Samfylkingar við að láta ljós sitt skína úr ráðherrastólunum.

Landsmenn voru engu nær hvað menn áttu við enda misvísandi áherslur á stundum eins og það er nú skemmtilegt af hálfu þeirra er stjórna skulu landinu.

Gamalgrónir Sjálfstæðismenn farnir að hjala um jafnaðarmennsku allra handa án þess að þó festi alveg hönd á því í hverju slikt er fólgið, til að samsama sig samstarfsflokknum.

Það hefur vægast sagt verið kyndugt að fylgjast með þessari útjöfnun og miðjumoði sjónarmiða af hálfu flokkanna beggja í stjórnarsamstarfi frá sl. vori.

Skortur þess að flokkarnir báðir þori eða geti saman markað skil í því sem þarf að taka á virðist því miður algjör og niðurstaðan er miðjumoð.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Fólk er orðið svo klárt í að tjá sig með litum, kannski breytist líka blómaskreytingar með þessu?

Ester Sveinbjarnardóttir, 16.12.2007 kl. 05:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband