" Góðærið " og " útrásin " allt saman Matadorpeningar úr kvótabraski í sjávarútvegi ?

Á sínum tíma komst Auðlindanefnd að þeirri niðurstöðu að leggja bæri veiðigjald á útgerðina með tilliti til auðlindanýtingar sem og til að skapa sátt,  þar sem kerfið innihélt framsal og leigu aflaheimilda útgerðamanna á milli og þessi gjaldtaka átti að skapa sátt ef ég man rétt.

Nú rjúka ríkisstjórnarflokkar þessa lands til þegar illa árar og skerðing í þorskveiðiheimildum er raunin samkvæmt rannsóknaraðilum og fella niður þetta sama gjald til að hjálpa útgerðarmönnum sem þó hafa stórgrætt á tá og fingri á öllu hinu mikla umsýslubraski með þorsk á þurru landi í sölu og leigu.

Ekki nóg með það mótvægisaðgerðapakki með opnum víxli af hálfu stjórnvalda er birtur.

Þá mega skattgreiðendur koma og borga þótt þeim hinum sömu hafi verið talin trú um það í áratugi hve ofboðslega " sjálfbært " kvótakerfið  sé .

Svo sjálfbært að það tók ekki mið af því að þorskur myndi hugsanlega minnka einhvern tíma með aðferðafræðinni sem viðhöfð var.

Hver var það aftur sem talaði um að vanda sjávarútvegsins hefði verið sópað undir teppið í formi gengisfellinga á sínum tíma ?

ER einhver munur á núverandi aðgerðum stjórnvalda og aðgerðum fyrir tíma kerfis þessa hér á landi og ef svo er hver er hann ?

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband