Ekki verður skorið niður það sem enn hefur ekki tekist að byggja upp háttvirtur heilbrigðisráðherra.

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að niðurskurðartillögur um grunnheilsugæslu í Reykjavík séu úr heilbrigðisráðuneytinu komnar. Ráðherran hlýtur að þurfa að svara til um þá hina sömu ráðstöfun mála. Þjónusta, grunnþjónusta við heilbrigði sem skattgreiðendur þessa lands hafa nú þegar greitt fyrir og lögum samkvæmt skal inna af hendi ( sem hefur þó verið að nafninu til á höfuðborgarsvæði ) þar sem fjöldi fólks án heimilislækna hefur verið viðvarandi í áraraðir, getur ekki allt í einu lotið niðurskurðartillögum.

Á alla Alþjóðlega mælikvarða héti slík ráðstöfun að " spara aurinn en kasta krónunni "

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband