Undirlægjuháttur Íslendinga gagnvart þáttöku í alþjóðahyggju.

Maður veltir þvi stundum fyrir sér til hvers var barist fyrir sjálfstæði þjóðar þegar svo er komið að Íslendingar þykjast ekki geta tekið ákvarðanir hér innanlands um nokkurn skapaðan hlut er varða lífskjör þjóðarinnar almennt og reka á reiðanum undir formerkjum alþjóðahyggju og þáttöku í landamæralausum aðgerðum allra handa. 

Við þorum til dæmis ekki að taka ákvarðanir um það að óska eftir sakarvottorði þeirra er óska að setjast hér að til vinnuþáttöku í landinu og megum síðan takast á við það að verja stórfé í dómstólameðferð mála og jafnvel fangelsisvistun þeirra er koma hingað til lands í öðrum tilgangi en að auðga okkar þjóðfélag af menningu í landinu.

Skattgreiðendur borga með sínu breiða baki líkt og fyrri daginn.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband