Mistekist hefur að stjórna fiskveiðum við Ísland, hver ber ábyrgðina ?

Hvað skyldu margir útgerðarmenn og sjómenn hafa bent á það á sínum tíma að lagasetning um stjórn fiskveiða við landið sem innifól kvótasetningu myndi hafa marga annmarka í för með sér ? Þeir voru margir. Á þá var ekkert hlustað.

Sennilega hefði engum þeirra órað fyrir því sem áratug síðar átti sér stað sem var frjálst framsal kvóta landshorna á milli, milli útgerðaraðila sem búið var að festa kvóta við.

Aðila sem greiddu ekki svo mikið sem eina krónu fyrir tilfærslu aflaheimilda sín í milli landið þvert og endilangt og ENGINN þóttist skilja þjóðhagslega óhagkvæmni þess efnis, líkt og það væri flókið reikningsdæmi.

Það er aumur vitnisburður að fylking jafnaðarmanna skuli ganga til liðs við flokk í ríkisstjórn þegjandi og hljóðalaust sem ber ábyrgð á þvílíkri og annari eins verðmætasóun og átt hefur sér stað í einni stjórnvaldsframkvæmd pólítískt á Íslandi alla síðustu ÖLD.

Endurskoðun aðferða sem ekki ganga upp eru nauðsynlegt verkfæri stjórnmálamanna er sitja við stjórnvölinn hverju sinni, en hvað varðar málefni sjávarútvegs hér á landi er það svo að menn hafa horft steinþegjandi á landsbyggð í upplausn og offjölgun sem ekki hefst undan að sinna á fjölmennustu svæðum t.d í formi samgangna og fl. og fl. engum til hagsbóta, engum.

Hvorki íbúum landsbyggðar né þéttbýlisbúum.

Mál er að linni og menn fari að íhuga ábyrgð í þessu efni.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband