Vísindatrú og þorskavísindi.

Sá heilsíðuauglýsingu frá Siðmennt í dagblaði í dag sem fjallaði m.a um hvað væri " rétt og rangt " hér og þar og mér datt í hug seiðatalning Hafrannsóknarstofnunar frá upphafi kvótakerfisins og til þessa dags einhverra hluta vegna.

Raunin er nefnilega sú að vísindastofnunin Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til ákveðið magn veiða ár hvert í tvo áratugi þar sem farið hefur verið mestmegnis eftir tillögum þeim hinum sömu en síðan tóku vísindin dýfu og lögðu til stórskertar veiðar á þorski við Ísland, sem aftur segir okkur HVAÐ, um fyrri tillögugerð ?

Blind trú á vísindin er ekki af hinu góða að mínu mati og gagnrýni er nauðsynleg annars kunna menn að festast um of í rökhyggju og kenningafrumskóginum en hinn síðarnefnda gegnur oft illa að grisja.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Heil og sæl Guðrún. Það er að verða bráðnauðsynlegt að grisja svolítið til innan veggja Hafró, jafnvel meiri nauðsyn heldur en grisjun þorsksins. Takk fyrir okkur fyrir Norðan, vonandi verður þessi síða okkar lifandi og fjölbreytt þar sem tekið verður á sem flestum málum, oft er þörf en nú er nauðsyn.

Kv, Halli. 

Hallgrímur Guðmundsson, 8.12.2007 kl. 01:38

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Hallgrímur.

Hjartanlega sammála.

Hef sjaldan verið hreyknari en að fá að sjá vel mælandi menn að norðan tala máli réttlætis til handa landi og þjóð.

til hamingju.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.12.2007 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband