Nöldur og jag í ræðuformi skilar yfirleitt engu, Steingrímur.

Hefur einhver heyrt rætt um Hjörl, ? Það hefi ég en hjörl, eru mælikvarði á ræðulengd miiðuð við þingmann Alþýðubandalagsins  Hjörleif Guttormsson þann annars ágæta mann sem umfram aðra hélt langar þingræður og hélt uppi málþófi ef svo bar undir.

Sjálf varð ég þeirrar ánægju aðnjótandi ef ánægju skal kalla að hlýða á Hjörleif klukkan að ganga þrjú um nótt, ræða um Skógrækt fyrir nær tómum þingsal, í bið eftir umræðu um Lög um réttindi sjúklinga, þar sem formaður heilbrigðisnefndar og heilbrigðisráðherra voru þó eftir í þingsal ásamt mér á áheyrandapalli.

Svo virðist sem VG ætli að halda í heiðri virðingu fyrir " hjörlum " þ.e. löngum þingræðum þar sem magn orða skal að virðist vera mælikvarði á virðingu fyrir lýðræði, þótt ef til vill sé það nú raunin að oft má í litlu máli segja það sama og afgreiða fleiri mál er lúta að samfélaginu,  þar af leiðandi.

Hin einangraða afstaða VG í þessu máli er nokkuð hjákátleg satt best að segja.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband