Aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Á stundum skammast ég mín fyrir að vera þáttakandi í umhverfi bloggheima, þar sem menn blaðra og þvaðra um hörmulega atburði en hafa ekki vit á því að þegja, þegar viðeigandi er.

Hver veit ekki að fjölmiðlar hafa farið fram úr sjálfum sér í umfjöllun um ýmis mál, og það er OKKAR að leggja siðferðilegt mat á hvort við fréttir eru það viðkvæmar að best væri að sleppa því að ræða málið.

Sú er þetta rítar þekkir mál sem þessi af eigin raun og er ein fárra sem hafa mátt þurft taka því að fá tilkynningu um andlát mjög náins ættingja úr fjölmiðlum og það situr í manni, því megið þið trúa.

Hef hins vegar eftir það lagt mín lóð á vogarskálar þess efnis að fjölmiðlar vandi sig við frásagnir af slíku.

Bloggheimur er opinber vefur sem allir geta lesið og ég segi, hugsum áður en við skrifum.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Solis

Og bara.AMEN.

Ásta Björk Solis, 2.12.2007 kl. 05:05

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Heyrheyr

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 2.12.2007 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband