" Ungum er það allra best að óttast Guð sinn herra... "

" þeim  mun vizkan veitast mest og virðing aldrei þverra."  Heilræðavísurnar standast tímans tönn en menn þykjast allt í einu hafa uppgötvað einhverja aðra tegund af sannleika undir formerkjum " breyttra tíma " .

Gengur samtíminn út á það breyta nógu mikið og nógu oft svo enginn hendi reiður á þeim hinum sömu breytingum ?

Í ljósi þess skyldi einhvern furða að ringulreið eftirfylgni almenns siðgæðis kynni að fylgja með í þeim hinum sama breytingaáráttupakka ?

Spyr sá sem ekki veit og þó.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ég held persónulega að ungum sé það allra best að fá að lifa og dafna, hugsa sjálfstætt, mennta sig og læra að taka ábyrgð á eigin lífi, frekar en að óttast þrælameistara sinn, sama hvort hann felur sig á skýi eða í stjórnarráðinu...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 1.12.2007 kl. 12:50

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Við verðum öll að læra að treysta öðrum og fara eftir siðareglum samfélagsins, frelsi felst í því að veita aðhald og rækta með sér kærleika.

Ester Sveinbjarnardóttir, 2.12.2007 kl. 00:19

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Frelsi er ekki í aðhaldi heldur í ábyrgð og umburðarlyndi, aðhaldið er versti óvinur frelsisins.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 2.12.2007 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband