Minni karla.

 Set hér inn smá óð um minni karla sem ég fór með á jólahlaðborði okkar Frjálslyndra í gærkveldi.

Karlmenn, já karlmenn,

hafa gegnum aldirnar,

Haft flest tögl og

halgldirnar.

Róið lífsins björg í bú,

bætt í haginn þjóðar.

 

Ráðin undir rifi hverju,

rætt þeir hafa sín á milli.

Tekist á í orustum,

Marga hildi háð.

 

Barist var um ágæti

og kanski líka kvenkosti,

Stundum part af landsvæði,

en núna er það atkvæði.

Með viti var þar vopnum

hent á hauga.

 

Okkur finnst þeir ágætir,

elsku bestu karlarnir.

sem borið höfum brjóstum okkar á.

Kærleikshátið jólanna,

er hjómið eitt án karlanna,

Heiðra ber með hangikjöti alla.

 

Guðrún María.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar

Takk fyrir síðast, þetta var voða kósý.

Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 2.12.2007 kl. 19:39

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já sömuleiðis takk fyrir siðast Matta.

kv.gmaria. 

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.12.2007 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband