Hræðsla stjórnvalda við ákvarðanatöku um efnahagsmál.

Með ólíkindum má telja hve langt fram á bjargbrúninna efnahagsmálaumhverfi hér á landi er leitt án nokkurrar sýnilegrar aðkomu kjörinna aðila við stjórnvölinn sem heitið getur.

Ríkisstjórn landsins og Seðlabankinn eru í sitt hvoru landinu í raun, minnkun ríkisumsvifa í takt við meint markaðsþjóðfélag hefur ekki átt sér stað, því fer fjarri. 

Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans hafa ekki haft þau áhrif sem vera skyldi til hagsbóta fyrir almenning heldur þvert á móti til að auka vandann.

Mér best vitanlega eru þetta einu stjórntæki bankans á markað og efnahagsumhverfið hér innanlands samkvæmt lögum á sínum tíma sem að mínu viti voru léleg lagasetning.

Það er ekki nóg að aðeins einn ráðherra, félagsmálaráðherra eygi vanda fólks í landinu við aðstæður þær sem nú eru uppi, aðrir ráðherrar þurfa að gera það líka.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband