Grundvöllur stjórnarsáttmála Samfylkingar og Sjálfstćđisflokks.

Hvađ varđ ţess valdandi ađ jafnađarmannaflokkur hér á landi hoppađi uppá vagn frjálshyggjukapítalisma fyrri ríkisstjórnar og uppáskrifađi flest sem gert hafđi veriđ međ ţví móti ?

Voru ađgerđir ellegar ađgerđaleysi fyrri ríkisstjórnar allt í einu ásćttanlegar ef sá hinn sami flokkur kćmi sínum mönnum einungis ađ viđ ráđmennskuna ?

Hvađ varđ um hugsjónir og sannfćringu jafnađarmanna yfir höfuđ sem hafa veriđ vandfundnar síđari ár, innan rađa verkalýđshreyfingar til dćmis sem dandalast hafa í alls konar vangadansi viđ vinnuveitendur svo eitt dćmi sé tekiđ ?

Stjórnarsáttmálinn er miđjumođssamsuđa markmiđa millum ólikra flokka, ţar sem ráđherrar telja sig í góđum málum ađ tala einn í austur og hinn í vestur allt eftir hentugleikum hverju sinni ţví flokkarnir hafa ţađ mikinn ţingmeirihluta í heild.

Núverandi ríkisstjórn ber ekki sól í húfum inn í gluggalausan kofa í efnahagsmálum hér á landi og afar fróđlegt verđur ađ fylgjast međ hvort núverandi forkólfar flokka viđ stjórnvölinn hafi ţann kjark og ţađ ţor sem ţarf til ađ takast á viđ samdrátt í voru ţjóđfélagi, ţví allt sem fer upp kemur jú einhvern tímann niđur.

kv.gmaria.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband