Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar af manna völdum.
Mánudagur, 19. nóvember 2007
Er bíllinn orðin skítugur af ryki og mengun allt of margra bíla á sama punktinum hér á landi ? ( já um leið og nagladekkjatímabilið gengur í garð )
Hvers vegna mega landsmenn eiga eins marga bíla og þeir vilja ? ( af því stjórnvöldum er enn alveg sama um sjálfbær markmið einnar þjóðar frá a-ö )
Hvers vegna hefst ekki undan að byggja samgöngumannvirki innanbæjar ? ( vegna þess að engin umhugsun hefur verið á ferð þróun atvinnu á landinu öllu )
ER til einhver samræmd stefna af hálfu íslenzkra stjórnvalda nú árið 2007 sem heitir heildstæð umhverfismarkmið til framtíðar ? ( nei )
ÉG gæti haldið áfram að spyrja endalausra spurninga og svarað þeim jafnóðum en skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar í heiminum tilkomnar af manna völdum hlýtur að ýta við mönnum til umhugsunar hafi sú hin sama umhugsun ekki verið þá og þegar til staðar um þessi mál.
Þróun byggðar á Íslandi í borgríki er Íslendingum lítt til ágóða, og andvaraleysi ´sitjandi ráðamanna undanfarna áratugi gagnvart þeirri þróun þeim hinum sömu ekki til álitsauka.
Hugsanlega þarf að endurmeta stærðarhagkvæmnisformúlur ýmis konar í ljósi skýrslu þessarar frá kerfum atvinnuvega til almenningssamgangna innnanlands, og skattkerfið þarf að aðlaga þeim veruleika sem við blasir.
Því fyrr því betra sem stjórnmálamenn taka til við að skoða þá þætti sem hér um ræðir.
kv.gmaria.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.