Kjarkleysi manna til að ræða málefni innflytjenda til Íslands er skömm.

Það er með ólikindum hve hörmulegur loddaraháttur er í gangi hér á landi varðandi það atriði að menn hreinlega þora ekki að ræða málefni innflytjenda af ótta við að misstíga sig í umræðu að virðist og lenda í því að vera úthrópaðir rasistar.

Dettur mönnum virkilega í hug að það sé fólki af erlendu bergi brotið sem hingað kemur til hagsbóta að íslenskir stjórnmálamenn upp til hópa hreinlega komi sér hjá því að ræða þessi hin sömu málefni að virðist vegna nú orðið landlægs kjarkleysis ?

Að horfa upp á fulltrúa Vinstri Grænna , Atla Gíslason í Silfrinu í dag tala í öðru orðinu um boð og bönn en í hinu endalaust frelsi án marka, var vægast sagt stórhlægilegt, ekki hvað síst þar sem rætt var um mansal annars vegar og óheft innstreymi fólks til landsins án skilyrða af okkar hálfu.

Almenn mannréttindi millum landa velta á stjórnmálamönnum og skilningi þeirra til að meta samhengi hlutanna, svo er og verður.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband