Tilraunir manna til þess að rífa niður hin trúarlegu gildi falla alla jafna um sjálft sig.

Niðurrifsmenn á hverjum tíma verða ætíð til og þeir sem ekki una öðrum að trúa á sinn Guð skortir umburðarlyndi að mínu viti.

Skortur á umburðarlyndi veldur þröngsýni þar sem menn hneigjast til þess oftar en ekki að hafa " hið eina rétta á takteinum " þ.e. reka fólkið áfram i stað þess að vísa því leiðina.

Svart hvíta aðferðafræðin sem inniheldur einnig gott og vont flokkunina,  er án þess að eygja sýn á allt litrófið milli þess svarta og hvíta ellegar þess sem er gott og vont.

Þeir sem kjósa að trúa ekki á Guð geta sleppt því að rífa niður trú manna á Guð og iðkað sitt trúleysi án trúboðs´svo sem visindarökhyggjupostulanýgengi nýtilkomið.

Sjálf tel ég mig una öðrum að trúa á annað en ég geri og veit að mismunandi mennningarsamfélög í víðri veröld samanstanda af ólíkum trúarbrögðum.

Gagnkvæm virðing gagnvart trú manna er forsenda friðar og sátta innan samfélaga og utan.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband