Tími foreldra með börnum sínum er mikilvægasta forvörnin.

Það gladdi mig mikið að hlýða á niðurstöðu úr könnun meðal barna þess efnis hvað börnin sjálf teldu helstu forvörn gegn fíkninefnum. Jú samvera með foreldrum sínum. Tími samveru byggir traust, og það að treysta styrkir sjálfsmyndina. Sterk sjálfsmynd þýðir sterkari einstaklinga til þess að segja nei við hvers konar freistingum.

Í mínum huga gildir þetta atriði frá frumbernsku til unglingsára, og því er það áhyggjuefni að dvalartími barna á leikskólum hefur lengst til muna undanfarið ef ég tók rétt eftir sem án efa er vegna þess að vinna annars foreldris nægir ekki til þarfa heimilis.

Í stað þess að byggja endalaust byggingu á byggingu ofan sem leikskóla sem illa tekst að manna enn sem komið er þarf að gefa foreldrum í æ ríkara mæli val um að dvelja heima með börnum sínum að loknu fæðingarorlofi.

Leikskólinn er hins vegar nauðsynlegur undirbúningur fyrir dvöl barns í grunnskóla, og öll börn skyldu eiga kost að komast að án þess að þurfa að bíða frá tveggja ára aldri.

Allur sá hamagangur og hraði sem einkennir nútíma þjóðfélag skyldi ekki bitna á komandi kynslóð í formi tímaleysis.

"Lengi býr að fyrstu gerð og í upphafi skyldi endir skoða."

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband