Allt rétt.

Því ber að fagna að menn dragi fram staðreyndir sem þessar um kerfi okkar, því þar með skapast forsendur til betrumbóta. Það er engin heil ´brú í því að mismuna fólki kostnaðarlega aðgöngu í kerfið eftir sjúkdómum, engin. Það skyldi því engan undra að barist hafi verið fyrir stofnun Umboðsmanns sjúklinga hér á landi.

kv.gmaria. 


mbl.is Hallar á þá sem sízt skyldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

tek undir þetta

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.11.2007 kl. 03:29

2 Smámynd: unglingur

Horfum samt á hlutina í vissu ljósi áður en við missum okkur. Í fyrsta lagi er normið þannig að heilsuhraustir séu oftast ríkari því þeir hafa reynslu til þess að vinna. Því er eðlilegt að hlutfall tekna þeirra sem eytt er í heilbrigðisþjónustu sé mun minna, þeir þurfa í fyrsta lagi ekki jafn mikið á henni að halda og í öðru lagi eru tekjurnar hærri.

Þá er líka loðið að nota landsframleiðslu til að bera saman útgjöldin nú og áður. Hlutur heilbrigðisþjónustu hefur að sjálfsögðu breyst á síðustu árum (hef sjálfur ekki hugmynd um hversu mikið) svo eðlilegra væri að nota raunútgjöld í heilbrigðisþjónustu áður og nú til að fá samanburðinn. Reikna með að þau hafi lækkað verulega þótt krónutalan hafi hækkað.

 Þá má líka spyrja sig: ef engin "mismunun" á að vera í kerfinu, hvernig á að koma í veg fyrir hana? Á að láta ríka borga fyrir sína þjónustu því þá hækkar hlutfall tekna sem eytt er í heilbrigðisþjónustu í svipað hlutfall og hjá fátækum? Eiga fátækir að fá fría þjónustu? Er þetta ekki mismunun þ.e. að láta ríka borga en ekki fátæka? Það er ekki hægt að gera kerfið fullkomið, frá réttlætissjónarmiði er það sjálfsagt næst því eins og það er nú...

unglingur, 18.11.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband