Samráð um aftengingu skattleysismarka millum aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda á sínum tíma, var það eðlilegt ?

Hvers vegna skyldi tilkomin brú milli ríkra og fátækra á Íslandi dagsins í dag ? Frysting skattleysismarka fyrir rúmum áratug á þar ríkan hlut að máli og með ólíkindum að korteri fyrir kosningar skuli þ.a nánar tiltekið í upphafi árs 2007 skuli mörk skattleysis hér á landi hækka úr tæpum sjötíu þúsund í níutíu en allir aðilar sem að málum koma við útreikninga á framfærslukostnaði einstaklnga hafa fyrir löngu síðan gert grín að og hundsað svo sem fjármálastofnanir við greiðslumat til húsnæðiskaupa.

Fyrirfram gat það gefið augaleið hversu illa þetta kæmi við tekjulægstu hópa samfélagsins það er að segja ef menn hefðu reiknað dæmið til enda.

Flestir verkalýðsleiðtogar þögðu þunnu hljóði til þjónkunar við stjórnvöld að virtist. en tapið af þessari framkvæmd var enn meiri gjá milli ríkra og fátækra hér landi .

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband