Ljóðahátíð í minningu skáldsins, yndislegt á að hlýða.

Ég límdist við sjónvarpið í beinni útsendingu frá Þjóðleikhúsinu í kvöld, stórkostlegur flutningur okkar góðu listamanna á kvæðum var gull í fjársjóð íslenskrar tungu. Gunnarshólmi í rappútsetningu fannst mér tær snilld, og lengi hef ég óskað að sjá ljóðin færð í slíkan búning sem þarna var gert.

Þetta var mjög hátíðleg athöfn og einstaklega verðug viðurkenning á þessum degi til handa Sr. Sigurbirni Einarssyni sem er skáld með meiru og á eina bæna minna sem ég fer með á hverju kvöldi.

" Vertu Guð faðir í verki með oss,

 vak í oss heilagi andi.

Láttu Guð faðir þinn  signaða kross,

sigra í myrkanna landi. "

 Þessi hátíðastund í Þjóðleikhúsinu í kvöld snerti manns innstu hjartarætur.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband