Innan marka frelsisins fáum við notið þess.

Ég álít það ákveðið einkenni á nútímaháttum hinnar ýmsu aðferðarfræði sem kennir sig við þjóðfélag frjálshyggju að annaðhvort er það svo að frelsið er svo mikið að það snýst í öndverðu sína og til verður frumskógarlögmál, ellegar ofgnótt af skilgreiningaráráttu og flokkun verður að eins konar básaþjóðfélagi þar sem ríkið segir þér hvort þú skalt snúa þér til vinstri eða hægri með nokkurra metra millibili.

Frelsi er ekkert frelsi nema þess finnist mörk , því innan marka frelsis fáum við notið þess.

Frelsi fyrirtækja á markaði á ekki að þurfa að kosta helsi fólksins í landinu og lélegri lífskjör vegna samkeppni á markaði.

Heilbrigður markaður verður hins vegar ekki til meðan ríkið vill ekki minnka umsvif sín sem nokkru nemur á ákveðnum sviðum sem þenjast út ár eftir ár, né heldur meðan skattkerfi er til staðar sem mismunar þegnum að hluta til , tekjutengingaævintýri sem enn er við lýði.

Stjórnvöld á hverjum tíma eiga að hafa burði til þess að setja í upphafi skilyrði sem endast lengur en fjögur ár í senn, í formi ígrundaðrar lagasetningar.

Sífelldar lagabreytingar þar sem verið er að stoppa í hin og þessi göt hér og þar jafnvel í afar stórum málum er án efa séríslenskt fyrirbæri sem þarf með öllu móti að afleggja sem fyrst og lagasmíð sem stenst tímans tönn þarf að taka við.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband