Þjóðfélag misskiptingar á Íslandi, þar sem skattkerfið eykur ójöfnuðinn ?

Það er eitt að vera heill heilsu og hafa vinnugetu og annað að tapa henni. Þegar sú staða er uppi ætti þjóðfélag sem vill kalla sig velferðarþjóðfélag að vera þess umkomið að hafa til að bera velferðarkerfi sem bregst við og hjálpar einstaklingum í slíkum aðstæðum.

Er það svo að þeir sem tapa vinnugetu komist vel af í voru samfélagi ?

Svar mitt er þvi miður nei, svo er ekki ,of oft og fjárhagslegt gjaldþrot blasa við mörgum  einstaklingum sem lenda í því að tapa vinnugetu einhverra hluta vegna úr bili hærri tekna í bætur almannatrygginga.

 Skattaoffar og skerðingar á annars vart mannsæmandi bótaupphæðum almannatrygginga eru Íslendingum hreinlega til skammar, og með ólíkindum að slíkt skuli hafa verið látið viðgangast svo lengi sem raun ber vitni.

Undirrót þess andvaraleysis er því miður ekki hvað síst sú láglaunapólítik sem verkalýðshreyfing þessa lands hefur látið yfir sig ganga allt frá bráðabirgðalögum á laun 1983. þar var upphafið að eyðimerkurgöngu launafólks í landinu til varnar um sín réttmætu kjör.

Láglaunafólk á vinnumarkaði er því í sömu stöðu og sjúkir hvað varðar oftöku skatta af allt of lágum upphæðum til framfærslu en bótaupphæðir almannatrygginga hafa tekið mið af lægstu launatöxtum gegnum tíðina.

Vitundarleysi valdhafa og fulltrúa Verkalýðshreyfingar þess efnis að frysta skattleysismörk og aftengja launaþróun í landinu er skandall og alvarleg mistök hlutaðeigandi sem ekki fennir í sporin yfir enn þann dag í dag.

Skattkerfið og kerfi almannatrygginga þurfa að tala saman sem og þeir sem semja um lægstu laun á vinnumarkaði þar sem viðmið bóta þessara verða til. Ekkert af þessu hefur átt sér stað og menn í endalausum tilraunum til þess að þvo hendur sínar hver um annan þveran eins og fyrri daginn hér á landi.

Mál er að linni.

kv.gmaria.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband