Alþingi og Orkuveita Reykjavíkur, var yfirskrift dagsins.

Vorum í heimsókn hjá þingmanni Frjálslynda flokksins í Reykjavík í dag Jóni Magnússyni, við konurnar í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum.

Hófum daginn á því að skoða Alþingishúsið undir leiðsögn Jóns og Guðjóns Arnars, þar sem þeir leiddu okkur um sali og sögðu okkur sögur af starfi þings fyrr og nú.

Alþiingishúsið er fallegt hús með sögu lýðræðisþróunar á Íslandi innandyra, en þröngt mega sáttir sitja að vissu leyti í þingsalnum, þótt flest hafi á síðari árum verið fært til hagræðingar í formi tækninýjunga þá er salurinn sjálfur ekki stór.

Við héldum að því loknu í ferð í mannvirki Orkuveitu Reykjavíkur, Hellisheiðarvirkjun og fengum fyrirlestur um starfssemi virkjunarinnar annars vegar til þarfa á þjónustu um heitt vatn og hins vegar til raforkuframleiðslu og tilraunaverkefnum og þróun ýmis konar í gangi.

Fróðlegt og skemmtilegt ferðalag.

kv.gmaria.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband