Skilgreina þarf þjónustustig ríkis og sveitarfélaga og staðla faglega á hverju sviði fyrir sig.

Ég tala enn fyrir þessu mínu sérstaka áhugamáli sem ég hefi talað um í mörg ár varðandi það atriði að hið opinbera hvort sem um er að ræða ríki eða sveitarfélög geti sett fram fyrir almenning í landinu, stöðu sína við að inna af hendi lögboðna þjónustu við landsmenn.

 Það er nefnilega einu sinni svo að hvoru tveggja kjörnum valdhöfum í ríkisstjórn landsins á hverjum tíma burtséð frá því hverjir það eru, gengur misvel að halda gæðum þjónustu hins opinbera á hinum ýmsu sviðum, sem og sveitarfélögum jafnvel með mikinn fjölda íbúa, þar sem þjónusta er misjöfn millum svæða. Þrátt fyrir sömu skattgreiðslur í sameiginlega sjóði landsmanna allra.

Einkum og sér í lagi á þetta við um menntun , heilbrigði og félagsmál en einnig samgöngur og öryggi borgaranna hvers konar.

Fagstéttir móta staðla sinnar starfssemi en bæði lágmarks og hámarksstaðlar ættu að vera til staðar um hvers konar þjónustu hvar sem er á landinu.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Meðan sveitafélögin svelta og þeirra málaflokkar, þá fitnar ríkissjóður eins og púkinn á fjósbitanum forðum.

Ester Sveinbjarnardóttir, 9.11.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband